Tónleikar Duo Harpverk í Norræna húsinu

Written by Þráinn Hjálmarsson
þriðjudagur, 20 maí 2008
Tónleikar Duo Harpverk í Norrænahúsinu 18. maí 2008 kl. 15:15

Tónleikarnir hófust á 328° eftir Áka. Sjálfspilandi harpa og pínkupága (roto-pága) voru helmingurinn á móti Katie og Frank, þó að leika á sama hljóðfæri, mannlegt sink og tölvusink takast á, skýr kontrapunktur þar á ferð, aldrei lognmolla. Æðislega unnar hugmyndir og frábært verk að mínu mati.

Jónas Tómasson átti annað verkið „Ballet 5“ sem var mjög smekklega samin hendingatónsmíð, hvorki meira né minna. Þessi dómur er sprottinn útfrá þeirri hugmynd um að ég reyni að gera samasem merki við menningarstigið í samfélaginu í dag og athuga hvort að það sé einhver samsvörun á milli þessarar listsköpunar og þorsta samfélagsins. Þetta var tónlist. Fyrirtaks samspil.

PIP kom sér lengra áleiðis í baráttunni við heiminn, með verkinu Dubhghall, sem er geilískt orð sem var sennilega notað um Dani til aðgreiningar frá hinum ljósari norðmönnum og íslendingum, (stendur í efnisskránni). Dubhghall mætti þá líka nota yfir Akureyring, myndi ég halda með fremur einfaldri en þó ekki frumstæðri röksemdarfærslu. Metal-harpan fékk að njóta sín, mætti unaðslegum slagverkshljóðheimi, Hávær bassatromman og risaljónaöskrið og brotna Tam-tamið. Harpan tengd í bassamagnarastæðu í gegnum rússneskan rokkpedal, Harpan hefur aldrei áður verið svona feminísk áður í mínum huga. Engin dýnamík í hljóðstyrk skapaði virkilega fullmótaðan hljóðheim. Tónskáldasmíð

Bára Sigurjónsdóttir átti verkið „Þarna„, verkið einkenndist af alls skyns litbrigðum tónskala, dró eiginlega fram þann galla á hörpunni að einungis sé hægt að hafa 7 tóna innan áttundarinnar. Verkið væri hægt að nota til kennslu á hvernig ætti að skrifa tónlist fyrir hörpu, verkið var samasafn af skölum, skalarnir voru einnig gildishlaðnir hugmyndum um menningarheim. Blíð tónlist.

Úlfar Ingi Haraldsson átti mjög langt verk á tónleikunum, alls kyns skemmtilegir núansar í orkestrasjón. Lifandi rafhljóðin máttu gefa í skyn einhvers konar útópíska upplifun. Verkið var tónlist.

Frank og Katie stóðu sig frábærlega á tónleikunum og ekki skemmdi fyrir skemmtilegt uppklappið, Frank sýndi þar fram á skemmtilega færni á að spila á sög.

Virðingarfyllst
Þráinn Hjá

15:15 18. Maí, Norrænahúsinu

Written by Páll Ivan Pálsson
sunnudagur, 04 maí 2008
Á tónleikum hörpuleikarans Katie Buckley og slagverksleikarans Frank Aarnink verða meðal annars á dagskrá verk eftir slátrarana geðþekku sem heita eftirfarandi nöfnum: Páll Ivan Pálsson og Áki Ásgeirsson. Um að gera að mæta og jafnvel hlusta. Ó já.

19. Maí kl. 20:00 í Hafnarhúsinu – LISTAHÁTÍÐ

Written by Páll Ivan Pálsson
sunnudagur, 04 maí 2008
Inselhopping eða Eyjastökk, er samvinnuverkefni Egils Sæbjörnssonar og Percusemble Berlin.

Percusemble Berlin bað átta tónskáld frá Írlandi, Berlín og Íslandi að skrifa fyrir sig ný verk árið 2007. Hugmyndin var að skapa umhverfi sem gæti endurskilgreint hinn hefðbundna ramma tónleikahalds og að reyna að færa áhorfendum eitthvað nýtt.

Egill Sæbjörnsson vinnur með umhverfið sem tónleikarnir fara fram í og þar að auki með hreyfingar og athafnir tónlistarmannanna. Hinn sjónræni hluti tónleikanna er ekki hugsaður sem undirleikur, heldur er hlutverk hans að mynda sterkan og sjálfstæðan kontrapúnkt við verk höfundanna og skapa þar með nýja möguleika á túlkun.

Á efnisskránni eru verk eftir írska tónskáldið Ed Bennett, Berlínartónskáldin Jeremy Woodruff og Helmut Zapf og íslensku tónskáldin Úlfar Haraldsson, Atla Heimi Sveinsson og Páll Ivan Pálsson. Í verkum Atla Heimis og Helmuts Zapf leikur Freyja Gunnlaugsdóttir einleik á klarínettu, en verk Atla var samið sérstaklega fyrir Freyju.

Percusemble Berlin er alþjóðlega viðurkenndur slagverkshópur sem sérhæfir sig í flutningi nútímatónlistar. Hópurinn, sem samanstendur af Martin Krause, Bernd Vogel, Prof. Sanja Fister og Hjörleifi Jónssyni, var stofnaður árið 1997 og hefur verið áberandi í tónlistarlífi Berlínarbúa allt frá upphafi. Percusemble Berlin hefur á síðustu tíu árum byggt upp viðamikla efnisskrá, leikið á tónlistarhátíðum um allt Þýskaland (Expo 2000, Musika Viva, Unerhörte Musik, Intersonanzen, Musikbiennale o.s.frv), leikið með hljómsveitum á borð við SWR Orchester í Kaiserslautern og unnið með tónskáldum á borð við Karlheinz Stockhausen, Henrik Strindberg, Georg Katzer og Helmut Öhring, svo að fáir einir séu nefndir. Frekari upplýsingar um Percusemble Berlin er að finna á síðunni www.percusemble.de.