April 2024
S M T W T F S
« Jan    
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

Kólómbíu Kómpósarar, NYC

Written by DBF
mánudagur, 10 mars 2008
Ég var að stíga inn af tónleikum hjá nemendum við Kólmbíu háskóla hér í NYC sem voru haldnir í Rúlettunni í Soho, sem er listrymi sem er meðal annars tengt Phil Niblock sem Guðmundur Steinn minntist á hér um daginn. Verkin voru fyrir hljóðfærasamspil frá 2 – 12 hljóðfærum og rafmagn. Ég ætla ekki að rekja nákvæmlega hvernig meirihlutinn af verkonum gekk eða var heldur minnast á það sem fór vel (skrifa kannski restina á morgun). Eitt verkanna var verkið SWITCHING fyrir magnað selló og trommusett eftir Sám Plúta. Verkið er stutt hratt, með mikilli distortíon, og samanstendur að megninu til af sargi og hröðum fingrahreyfingum sem í gegnum bjögunina koma út sem beitt hljóð sem hendist á milli yfirtóna. Slagverkið barði mikið í höggum og svo svona rattattattatta dótaríi á móti sellóinu. Á meðan sellóið spilaði ekki þá fékk feedback að byggja sig upp í gegnum sellóið ofan á trommurnar. Bráðskemtilegt og hressandi stykki fyrir alla aldurshópa (tveir prófesorar sáust stynga fingrum í eyrun á meðan stykkið gekk yfir). Hitt góða stykkið á tónleikunum var eftir Mexikóa að nafni Viktor Áð-an fyrir fiðlu selló trompett og slagverk. Verkið var svona “varlahægtaðheyraþað” extended technique orgía, sem hékk saman á viljanum einum saman. Frábært stykki í alla staði. Hundaýlur, og metal demparar á strengina. Alveg hreint stórskemmtilegt í alla staði. Ekkert betra en Póst-Músík sem áttar sig á því að það að skrifa hendingar og nótur er alveg rosalega 90´s eitthvað….

1.Desember 2007 Francis Dhomont í RML.

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
fimmtudagur, 06 mars 2008

Ég hef ætlað mér að skrifa um hina og þessa tónleika í dágóða stund en lítið gert í því. Ég geri meira af því að slefa. En ég ætla að taka smá yfirlit yfir nokkra tónleika sem gaman væri að deila með ágengnum af mismunandi ástæðum. Það sem tengir saman alla pistlana sem hér á eftir koma er orðið fánaberi sem ég hef haft sérstakt dálæti á undanfarið.

Francis Dhomont og Louis Dufort voru með tónleika í hinu goðsagnakennda rými Recombinent Media Labs í San Francisco. Um er að ræða rými sem er með 16 hátalara kerfi og 16 skjávarpa og transdúsera sem hrista gólfið og ég veit ekki hvað og hvað. Aðal ástæða þess að ég kýs að fjalla um þessa tónleika er sú að rýmið var að leggja upp laupana. Deilur milli aðila einn hirti rýmið og annar græjur, eitthvað eitthvað. Davíð og fleiri hafa sagt mér undarlegar sögur um aðstandendur þessarar stofnunnar, erfingjar, fyrrverandi hjón, ógæfa, eitthvað og eitthvað annað. Um svipað leyti fékk ég ekki vinnu hjá skyldri stofnun sem kann að skýra af hverju þetta fór allt til fjandans. En einmitt skemmtilegur tónleikastaður að koma á og oft raflistamenn sem koma og vinna sérstaklega með rýmið.
Fyrir þá sem ekki vita er Francis Dhomont helsti flaggberi hinnar fransk-Kanadísku Musique Acousmatique stefnu. Þetta þýðir bara raftónlist af bandi. Hann er gamall og fagurfræði tölvuhljóðanna eftir því. Í sumum verkum var hann með ógeðslega vond vídjó sem einhver annar hafði gert. Louis Dufort er yngri og sennilega nemandi eða fylgifiskur Dhomont. Hans tónlist var ungæðislegri og agressífari og skyldi meira eftir sig, að mér fannst. Lokaverkið tók bikarinn en það var verk sem Dufort gerði sérstaklega fyrir rýmið og notaði alla hátalara og skjádót, sörránd í augu og eyru. Það var stórskemmtilegt og kröftug upplifun, jafnvel þó fagurfæðin væri dáltið næntís. Fleiri verða ekki orðin hér.

19.Janúar 2008 Kazue Sawai í Stanford

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
fimmtudagur, 06 mars 2008

Rosalegir tónleikar rosalegs Koto leikara. Fyrir leikmann eins og mig hljómar hún eins og venjulegur Koto leikari, en fyrir hefðbundna grafalvarlega japanska kotoleikara árið 1960 eða fyrr, var spilamennska hennar hneyksli. En síðan þá hefur margt vatn runnið til sjávar og Kazue er fánaberi nýja Kótósins. Hún lék sóló kótóverk af stakri snilli. Lék svo með Shakuhachi leikara frá Oregon sem var að sjálfsögðu hvítur maður með rakað hár en fléttu að aftan, öskrandi jurtate. En hljómaði mjög vel. Hún lék verk eftir hina og þessa, forn og ný, tvö eftir fyrrverandi eiginmann sinn sem voru frábær og eitt eftir son sinn sem var hryðjuverk. Sonurinn skrifaði fyrir saxófón og kótó með flamenco ívafi, FJÁRSEKT. En eiginmaðurinn fyrrverandi skrifaði rosaleg verk fyrir Koto hljómsveit. Komu þá 12 kótó á sviðið, sum bassa og sum venjuleg og var þá heldur betur dúndrað. Það voru ótrúleg hljóð sem mynduðust þegar 12 Kótó gerðu fáránlega einfalda hluti eins og að strjúka hendinni yfir strengi, lemja með kjuða þannig að skoppi og fleira slíkt. Samband tónskálds við hljóðfæri var augljóst. Besta stykki tónleikana var þó verk eftir Yuji Takahashi, sem ég hef dálæti á (bróðir Aki Takahashi en ef mér skjátlast ekki þá var það Yuji sem frumflutti Herma eftir Xenakis, getur það verið? Er ég ekki bara eitthvað að steypa). En verk Yuji´s var hrikalega hljóðlátt verk fyrir fimm strengja koto (næstum því ekki hljóðfæri, svo litlir möguleikar) og rödd sem hummar ofurlágt, varla að það heyrist. Einhver var elektróník en hún blandaðist gjörsamlega inn þannig að ég vissi ekki hvenær hún var að gera eitthvað með röddinni og hvenær rafhljóð voru í spilinu.

2.febrúar activating the medium, San Francisco Art Institute

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
fimmtudagur, 06 mars 2008

Kom seint og heyrði mjög venjulega raftónlist flutta af Jason Kahn. Samt fínt. Þar næst spilaði Tim Catlin frá Ástralíu sem spilaði á raf og undirbúinn gítar. Alveg ömurlegt. Bara hrikalega lélegt í alla staði. Fer ekki út í það nánar. Missti af Ulrich Krieger sem ég hafði séð á frekar ömurlegum tónleikum nokkrum dögum áður þar sem hann lék með ýmsum. Sá er þýzkur saxófónleikari sem notast við raf, ekkert meira við það. Svo kom sleggjan sem tók bikarinn, í lokinn, verk eftir Zbigniew Karkowski sem áður nefndur Ulrich Krieger spilaði í ásamt fólki sem ég þekki. Allir léku í míkrófóna sem virtust tengjast inn í eitthvert massíft djúpt fídbakk fjöltengi þar sem allt virtist módjúlera allt. Aðallega heyrði maður massífan djúpan hávaða og þegar hljóðfærin spiluðu heyrði maður þau aðeins í bakgrunni en aðallega hvernig þau hrærðu í hljóðinu sem var í gangi. Þannig að aðallega heyrði maður eitt hljóð allan tímann sem var alveg geðveikt. Get ekki lýst þessu betur. Algjört dúndur og ég óska eftir frekari upplýsingum um þennan Pólverja sem lærði í Svíþjóð og er víst búsettur í Japan. Vil nálgast meira af hans músík.

9.febrúar 2008 Bang on a can west coast marathon

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
fimmtudagur, 06 mars 2008

Já ég fór og var allann daginn og kvöldið líka. Tók allt maraþonið, fyrir utan smá í byrjun. Kom inn þegar Berglind og Tinna voru að spila. Svaka flott en urðu fyrir aðkasti reverbfræðings á takkaborðinu. Mjög flott brot úr verki eftir Karólínu Eiríks sem heitir Stjörnumuldur. Eiginlega bara mjög flott. Heyrði svo allt verkið degi síðar. En þær léku einnig verk eftir Evan Ziporyn sem er svona slagari og gerðu vel. Og svo var bara tíminn búinn og NÆSTI. Þá tók við Carla Kihlstedt með einhvers konar drama án leikhlutans. Tónlist sem var einhver svona skrýtin kabarett rokkópera í 7/8 með gamansömu ívafi og ógðeslega „góðum“ tónlistarmönnum (trommari með sessjónsvip). Smekklaust frekar, eitthvað of vestkóst við þetta, skil ekki sumt svona dót sem fólk lætur eftir sér hér um slóðir. Dósaglamursalstjörnusveitin kom og lék verk eftir Lukas Ligeti og annað eftir Fred Frith sem voru bæði bara fín en ekkert sérlega eftirminnileg, en dáltið bangonacanlegt, svona rutmískt og pólírutmískt og dáltið stuð og rokk. Mjög flott band að sjá svona og svaka dúndúr sánd og svona. Pamela Z kom og gerði skrýtið með rödd og tölvu og skynjuðum hreyfingum. Eitthvað hallærislegt vídjó og gaur að spila það sama lengi á prepared kassagítar. Edmund Welles Bassaklarinettu kvartettinn. Fjögur bassaklarinett að spila frumasamið þungarokk. Svæðisbundnir menn úr SF conservatory. Svaka góðir, svaka kraftur. Hljómar samt allt eins í þriðja lagi. Þá fara líka bassaklarinett að hljóma meira og meira eins og eitthver plaströr. Svo komu Bang on a Can liðið aftur á svið og léku nýtt verk samið fyrir þau eftir Alvin Lucier sem var æðislegt. Hægt og rólegt og liðaðist kringum eina nótu, bikar dagsins! Því næst léku þau verk eftir Thurston Moore gítarleikar Sonic Youth sem var skelfilegt. Bara eins og sessjon spilarar að kovera sonic youth. FJÁRSEKT! Svo endaði dags dagsskráin á lélegu lélegu lélegu. Cheb I Sabbah. Fjöleþnískt popp. Lélegt. Asnalegt.

Kvöld dagskráin byrjaði svo á fánabera bangonacan slögurum eftir aðal hirðtónskáld hópsins Juliu Wolf, David Lang og Michael Gordon. Ég er enginn fan en það var svaka dúndur og gaman og sjaldan að maður sér svona flókna fjölhryns músík dúndraða í svona sándi og fílíng. Virkaði mjög vel. Þrjú fyrstu verkin semsagt fín. Restin var svo léleg að ég nenni ekki að skrifa um það. Það voru samstarfsverkefni með Don Byron (drasl) og Ivo Pittova (fín ein en hópurinn hafði engu við að bæta og reyndi að vera djammband í anda greatful dead) DAUÐAREFSING! En gaman að vera búinn að fara á svona maraþon. Pælingin með maraþon er mjög skemmtileg og það er gaman að vera á maraþoni.

23.febrúar activating the medium, San Francisco Art Institute Phil Niblock

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
fimmtudagur, 06 mars 2008

Drón og myndir af fólki að vinna. Phil Niblock er einn af fánaberum drónsins og hefur verið lengi. Mjög falleg drón sem umvefja mann og draga mann inn í sig og eru áhugverð lengi því það er svo margt í þeim. Hins vega var bara drón, þrjú stór löng drón og myndir af fóki að vinna. Eftir tónleikana talaði ég við John Bischoff fyrrum kennara minn. Hann sagðist hafa séð Niblock fjórum sinnum á næstum 30 árum. í öll skiptin hafði það verið fínt og mjög svipað. Drón og myndir af fólki að vinna.

26.Janúar 2008 Helmut Lachenmann í Mills

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
fimmtudagur, 06 mars 2008

Helmut Lachenmann, fánaberi þýzka hávaðans heiðraði gamla skólann minn með nærverusinni. Í tilefni þess reyndi ég að stalka hann og náði smá tali af meistaranum, sá hann lesa fyrir og fór á tónleika. Í kringum atburðin gerði ég mér líka sérstakar ferðir á bókasafn ucberkeley til að glugga í nokkur skor og hlusta í tölvunni minni. Maka krókinn og gera meira úr nærverunni og finna eitthvað í tónlistinni. Eins og Páll hefur orðað það er Helmut Lachenmann rænitónskáld. Eins og Davíð hefur orðað það er hann svoldið gamaldags í formi. En það breytir ekki því að Helmutinn á glæstan feril að baki með fjöldanum öllum af fyrirtaks óhljóðakammerverkum. Mér þykir þó helst eldri verkin (frá 8.áratugnum) bera af. Kannski dáltið keimlík þessi nýrri og ekki eins öfgakennd og ganga ekki eins langt. Tónleikarnir hófust með Gran Torso sem er strengjakvartett frá þessu gullna tímabili sem ég er að tala um. Ótrúlegt verk sem notar þagnir ótrúlega fallega. Sem betur fer sat ég á öðrum bekk fyrir miðju, annars hefði ég misst af verkinu. Kvartettinn var leiddur af Graeme Jennings sem stóð sig eins og skurðgoð og veifaði stundum boga til að halda kjölturökkunum saman. Þar næst lék Hellarinn sjálfur á slaghörpu, fyrst Wiegenmusik sem er svona nútímaverk frá 1963, ekkert sérstakt við það og síðan lék hann Kinderspiel. Ég fæ ekki betur séð en að Lachenmann sé afbragðspíanisti með mjög harðan áslátt og nákvæmur þótt gamall sé. Soldið mikill pedall eins og tónskálda er von og vísa. Ég trúi því eiginlega ekki að hann sé jafn gamall og hann er sagður vera. Hann lítur út eins og Ingi Garðar, nema bara hraustlegri og beinni í baki, grannur og spengilegur og varla gráhærður. Bara mjög sætur. Þar næst tók Graeme Jennings í fiðlu í hálfkæringi. Lék Toccatinu frá 1986. Það hljómaði eins og verk fyrir sólófiðlu eftir Helmut Lachenmann, ekkert öðruvísi. Vel spilað en samt virkaði fiðlarinn úr karakter, veit ekki, skrýtið. Eftir hlé var svo leikið verkið Allegro Sostenuto sem er svona mega smákammerverk. Langt og mikið verk fyrir píanó, selló og klarinett. Hélt athygli allan tímann og gríðarlega kröftug spilamennska þar sem Matt Ingalls sem er ekki síður þekktur fyrir spunerí í flóanum fór mikinn. Áður hef ég séð spilara úr þessu spila í lélegum uppsetningum á t.d. Xenakis verkum en ég hugsa að veskið hans göethe hafi fengið þessa menn til að æfa sig og þá virkilega sá maður hvað þeir geta. Hrikalegur kraftur í performansnum. Frekar flott verk, ég hefði samt skippað á geisladisk. Í þessu síðasta verki leið mér eins og ég væri á nútímatónlistarhátíð í Baden-Baden árið 1988. Allegro Sostenuto er nútímaverk, það er frá 1988. Gran Torso frá 1972 myndi ég ekki segja að væri nútímaverk. Það er bara mjög gott verk og var besta verk tónleikana.
Hann Helmut vinur minn er bara mjög fínn kall, talar mikið um lustir og menningu en vísaði á bug spurningum mínum um meintar vinstriöfgar í fyrri tíð. Aðspurður um það hvað honum fyndist um að fólk væri alltaf að herma eftir honum sagðist hann ekkert geta gert í því, nema það séu nemendur hans, þá bannar hann þeim það. Þetta virtist vera áþreifanlegt málefni. Hins vegar fer hann oft með nemendur sína í bíó svo þeir tjilli aðeins á pakkanum, til dæmis fór hann með einn hóp á Beavis and Butthead þarna um árið.

Myrkir Músíkdagar

Written by Þráinn Hjálmarsson
sunnudagur, 10 febrúar 2008
Myrkir Músíkdagar 2008 eru að lokum, dagskráin var víðamikil og fjölbreytt. Næstum ómögulegt að sjá allt það sem var í boði, ég bendi á ýmislegt sem stóð uppúr enda margt misgott á hátíðinni: Verkið HEX fyrir horn og strengi eftir Huga Guðmundsson á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur, þótti mér nokkuð flott, enda ótrúlega hrifinn af því sándi sem að svipar til Bents Sörensens, það var þó bara fyrsti kafli verksins sem var á einhvern hátt líkur orkestrasjón (þykku strengjaglissin) herra Sörensens. Flutningur Stefáns Jóns var með eindæmum góður og það sama átti við um flutning Einars Jóhannessonar í verki Hafliða Hallgrímssonar “La Serenissima” sem var óvenju leiðinlegt en þó vandað handverk í alla staði. Tónleikar Trio Lurra voru með áhugaverðari tónleikum hátíðarinnar þar sem öll verkin eru fyrir þessa óvanalegu samsetningu bassaklarinett, flautu og píanó, tríóið var feiknavel spilandi þó að dagskrá tónleikanna hafi ekki verið svo góð í samsetningu. Verk Atla Ingólfssonar “Atloid 301″ og “Atloid 302″ voru þó flott og einnig “Trio Parlando” eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson. Njúton tónleikarnir í Iðnó vour í alla staði flottir, flutningurinn og efnisskrá voru í senn fjölbreytt/ur og markviss(?). „Hingra“ Guðmundar Steins fyrir bassaflautu og slagverk var ágætlega flutt og heldur skemmtileg smíði, þar sem tenortromma fangaði alla mína athygli. Simon Steen-Andersen átti verkið „In spite of and maybe even therefore“ sem var stórgott, performance stykki með flautu, horni og klarinettu í forgrunni, sett var á svið stórskemmtilegur leikur sem enginn skyldi hvað gekk útá en hljóðfærin voru tekin sundur og saman og leikið á þau, í bakgrunni var þykkur hljómveggur sem að endurtók sig að hluta aftur og aftur. Það var skrýtið hversu léleg Sinfóníuhljómsveit Íslands var á tónleikum á fimmtudeginum þar sem fluttar voru tvær nýjar sinfóníur eftir Atla Heimi Sveinsson (nr. 3) og John Speight (nr. 4). verkin voru kannski ekki þau bestu á hátíðinni en þó var vandað til verka í smíði þeirra. Það er engin leið að skilja af hverju Sinfónían kom þessu svona illa frá sér, flutningurinn var laus í sér og kærulaus, algjör vanvirðing við tónskáldin. Adapter er grúppa sem á eftir að gera stórgóða hluti í framtíðinni, það virðist allt leika í höndunum hjá þeim. Fóru þau feiknagóðum höndum um verk Þuríðar Jónsdóttur og Davíðs B. Franzsonar. – ÞH

Kría Brekkan fór á Hestbak

Written by Páll Ivan Pálsson
laugardagur, 19 janúar 2008

Tónleikar Hestbaks og Kríu Brekkan gengu vonum framar og voru haldnir í vinalegu galleríi í williamsburg hverfinu í Brooklyn, NY. Galleríið heitir “Secret Project Robot” og voru staðarhaldarar allir hinir alþýðlegustu og viðmótið eins og best verður á kosið. Rýmið var gott og hlýlegt og þar var listamaður að hengja upp sýninguna sína sem samanstendur af trjágreinum sem hanga úr loftinu og mynda einhversskonar skóglendi á hvolfi. Allt gott um það að segja annað en það að tónleikagestir og við áttum það til að gleyma greinunum sem svo stungust ítrekað og með mikillli nákvæmni í augun á okkur. Mætingin var vægast sagt furðulega góð miðað við lítinn tíma til auglýsinga. Galleríið fylltist hreinlega og það hefðu held ég ekki fleiri komist þar inn með góðu móti. Okkur tókst að taka upp tónleikana og um þessar mundir erum við að skoða upptökurnar.

Við höfum svo fengið einhverja umfjöllun á netinu eins og tildæmis á http://rhizome.org/editorial/fp/blog.php/349 þar sem má einnig finna stutt myndskeið frá tónleikunum.

kveðja,

Páll Ivan

Tónsmíðatónleikar LHÍ, 5. desember 2007 (gagnrýni)

Written by Páll Ivan Pálsson
sunnudagur, 16 desember 2007

Lengstu tónleikar tónsmíðadeildarinnar til þessa stóðu yfir í 3 klukkutíma og 50 mínútur og er svosem ekkert að því annað en að flest verkin voru upp á ansi fáa fiska. Þó voru nokkur ágæt og voru þau eftirfarandi:

Högni Egilsson átti allsæmilegt verk sem nefnist “Trufflur”. Það var þó þeim eiginleikum gætt að vera mjög misjafnt. Mjög mis gott og mis vont. Skin og skúrir einkenndu verkið að mínu mati. Fín en þó tiltölulega hefðbundin hljóðfæraskipan (3 flautur, selló, fagott, kontrafagott (snorrinn að massetta)og 2 horn) móðgaði engan og var sæmilega nýtt.

Kristín Þóra Haraldsdóttir átti líka sæmilegt verk sem var eftirminnilegt vegna þess að hljóðfæraleikararnir 3 (harmonikka, trompet og flauta) gengu í kringum áheyrendur á ákveðnum tímapunkti og heitir verkið af þeim sökum “Þríhringningur”. Fær stig fyrir viðleitni og sæmilega útfærslu.

Þorbjörn G. Kolbrúnarson kynnti til sögunnar látlaust en ágætt verk fyrir fiðlu og elektróník. Verkið var í sjálfu sér ekkert stórkostlegt á neinn hátt (fáir tónar á fiðluna sem voru svo bara samplaðir á einfaldan hátt) en bjó þó yfir þeim eiginleika að einbeita sér að litlu sviði og gera það sæmilega.

Svo var það Slátrarinn Þráinn Hjálmarsson sem fékk broskall fyrir verkið “Músík fyrir Þránófóna #1″ Vítahrings (fídbakk) bassadrunur sem komu úr 4 Þránófónum sem eru 4 mislöng rör fösuðust inn og út og mynduðust nokkrir rytmar og var verkið allt hið áheyrilegasta en ég saknaði þó meiri hljóðstyrks. 4 útvörp komu einnig við sögu á loka mínútum verksins og myndaðist ágætt retró fíl við það.

Fleiri voru sæmilegu verkin ekki en gagnrýnin sem hin síðri fengu var ekki sérlega falleg. Hér kemur listi af stikkorðum sem ég hripaði niður eftir hvert þeirra.

Voldtagelse, Þorrablóts atriði út á landi, konur, síbelíus, langt, pointless, relentless rómans, gamalt, þjólegt, boring, multitrk söngur og FX úr jóladagatali rúv 1991, dúr og moll, furðulegt, tómt, sprell, vannýttir möguleikar, lúppur!, væmið, tæknibilun en hefði ekki breytt neinu, stíl “grín?”, popp, rómantík, allt vont, og síðast en ekki síst mynd af typpahauskúpu.

Páll Ivan