April 2024
S M T W T F S
« Jan    
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

Sláturdúndur á föstudaginn klukkan 20:00 á Kaffi Hljómalind

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
miðvikudagur, 22 apríl 2009

Mánaðarlegt sláturdúndur verður haldið hátíðlegt á föstudaginn 24.apríl næstkomandi á Kaffi Hljómalind að vanda. Þar verða flutt ný ágeng tónverk. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og eru ókeypis en leyfilegt er að styrkja S.L.Á.T.U.R. annars vegar og félagsrými Hljómalindar hins vegar.

Verk sláturdúndurs eru ekki kynnt sérstaklega fyrr en á hverju dúndri fyrir sig. Verkunum gæti hafa verið dúndrað saman eða þetta gætu verið vel ortir og dýrt kveðnir doðrantar. Tónlistin getur verið í senn innblásin lífi, dauða, verið lágstemmd, hástemmd, háfleyg, láfleyg, gáskafull, miðað að fagurfræðilegum háska, óþægileg, þægileg, skemmtileg, niðrandi, upplífgandi eða ískyggileg.

Dúndur á Kaffi Hljómalind – 27.02.2009

l
Written by Þráinn Hjálmarsson
sunnudagur, 22 febrúar 2009
Hrá sláturverk. Ósoðin, lauflétt og níðþung músík.

Næstkomandi föstudagskvöld 27.febrúar 2009 halda S.L.Á.T.U.R.-samtökin tónleika á Kaffihúsinu Hljómalind kl.20.00. Þessir tónleikar eru númer tvö í röð viðburða undir heitinu sláturdúndur. Sláturdúndrin eru haldin mánaðarlega, seinasta föstudag í hverjum mánuði. Hægt verður að fylgjast með tónleikunum í gegnum heimasíðu slátur – www.slatur.is – undir tenglinum „TV“ þar sem tónleikunum er sjónvarpað um alnetið

Á sláturdúndri eru einungis frumflutt ný listrænt ágeng tónverk. Listrænt ágeng tónskáld umhverfis Reykjavík koma því saman ásamt listrænt ágengum hljóðfæraleikurum sem í sumum tilfellum eru tónskáldin sjálf. Í þessari mánaðarlegu seríu er ekki gert út á umgjörð og formlegheit heldur listrænt ágengi í sinni hreinustu mynd.

S.L.Á.T.U.R. eru Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík. Markmið samtakanna er að stuðla að listrænu ágengi umhverfis Reykjavík og víðar. Samtökin standa reglulega fyrir ýmsum viðburðum svo sem sumarsólstöðutónleikum, nýjárstónleikum, keppninni um keppinn, utanlandsferðum sem kynna listrænt ágengi og nú sláturdúndur. Einnig er að styttast í útgáfu af kynningargeisladisk samtakanna. Þá munu samtökin halda tónlistarhátíð síðsumars.

Sláturdúndur

Written by Áki Ásgeirsson
þriðjudagur, 27 janúar 2009

dundur

Hrá sláturverk. Ósoðin, lauflétt og níðþung músík.

Næstkomandi föstudagskvöld 30.janúar 2009 halda S.L.Á.T.U.R.-samtökin tónleika á Kaffihúsinu Hljómalind kl.20.00. Þessir tónleikar eru þeir fyrstu í röð viðburða undir heitinu sláturdúndur. Þetta er fyrsta sláturdúndur sinnar tegundar en verður hér eftir haldið mánaðarlega, seinasta föstudag í mánuði.

Á sláturdúndri eru einungis frumflutt ný listrænt ágeng tónverk. Listrænt ágeng tónskáld umhverfis Reykjavík koma því saman ásamt listrænt ágengum hljóðfæraleikurum sem í sumum tilfellum eru tónskáldin sjálf. Í þessari mánaðarlegu seríu er ekki gert út á umgjörð og formlegheit heldur listrænt ágengi í sinni hreinustu mynd.

S.L.Á.T.U.R. eru Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík. Markmið samtakanna er að stuðla að listrænu ágengi umhverfis Reykjavík og víðar. Samtökin standa reglulega fyrir ýmsum viðburðum svo sem sumarsólstöðutónleikum, nýjárstónleikum, keppninni um keppinn, utanlandsferðum sem kynna listrænt ágengi og nú sláturdúndur. Einnig er að styttast í útgáfu af kynningargeisladisk samtakanna. Þá munu samtökin halda tónlistarhátíð síðsumars.

Fartölvutónleikar

Written by Áki Ásgeirsson
fimmtudagur, 22 janúar 2009

LÖGUN – laptop orchestra

Lars frá Mars leikur ásamt íslendingum.

Kl 20:00 Föstudag 23. janúar 2009
Kaffi Hljómalind

Endilega mæta. Líf og fjör. Fullt af fartölvum. Líf og fjör. Byrjar klukkan átta. Líf og fjör. Endilega mæta. Stemnming. Mæta. Endnilega.

lars-from-mars-concertflyer2

FAGOTTLEIKAR S.L.Á.T.U.R.

Written by Áki Ásgeirsson
föstudagur, 02 janúar 2009

faggoottflyer-02

Nýárs-Fagotttónleikar SLÁTUR verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík föstudagskvöldið 9. janúar klukkan 20:00.

Þar verður mikið um tóndýrðir enda er um 10 fagott að ræða.

Tónskáldin verða heldur ekki fá, en þau verða nánar tiltekið 12 að tölu.

Tónskáldin eru þeir Áki Ásgeirsson, Ásgeir Aðalsteinsson, Charles Ross, Guðmundur Steinn Gunnarsson, Gunnar Karel Másson, Ingi Garðar Erlendsson, Jóhann Friðgeir Jóhansson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Magnús Jensson, Páll Ivan Pálsson, Þorkell Atlason og Þráinn Hjálmarsson.

Fagottleikararnir eru Ásthildur Ákadóttir, Björg Brjánsdóttir, Brjánn Ingason, Bryndís Þórsdóttir, Dagný Pétursdóttir, Darri Mikaelsson, Kristín Mjöll Jakobsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Snorri Heimisson og Þórður Magnús Tryggvason.

Miðasala fer fram við innganginn og kostar hver miði 1000 krónur.

Hrossabrestur

Written by Áki Ásgeirsson
miðvikudagur, 29 október 2008

Í augum hins venjulega jafnt sem óvenjulega íslendings er hljóðfærið hrossabrestur líklega frekar auðvirðilegur hávaðagripur. Í Mexíkó er þessu hins vegar öfugt farið og er hljóðfærið þar til á hverju heimili.
Um þessar mundir vil svo heppilega til að mexíkóska tónskáldið Juan Felipe Waller er statt hér á landi með rafstýrðan hrossabrest í farteskinu og gefst íslendingum loks að heyra þetta hljóðfæri í réttu hljóði á tónleikum á Kaffi Hljómalind á fimmtudaginn.
Að auki sýnir Camilla Milena Fehér myndverk og íslensku tónskáldin Áki Ásgeirsson, G. Steinn Gunnarsson, Magnús Jensson, Páll Ívan Pálsson og Þorkell Atlason leika á heimagerð tól og tæki í nafni SLÁTURS, www.slatur.is.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20:42, fimmtudaginn 30. október í sal Kaffi Hljómalindar, Laugavegi 23.

Ókeypis aðgangur.

hrossabrestur-final4

15:15 18. Maí, Norrænahúsinu

Written by Páll Ivan Pálsson
sunnudagur, 04 maí 2008
Á tónleikum hörpuleikarans Katie Buckley og slagverksleikarans Frank Aarnink verða meðal annars á dagskrá verk eftir slátrarana geðþekku sem heita eftirfarandi nöfnum: Páll Ivan Pálsson og Áki Ásgeirsson. Um að gera að mæta og jafnvel hlusta. Ó já.

19. Maí kl. 20:00 í Hafnarhúsinu – LISTAHÁTÍÐ

Written by Páll Ivan Pálsson
sunnudagur, 04 maí 2008
Inselhopping eða Eyjastökk, er samvinnuverkefni Egils Sæbjörnssonar og Percusemble Berlin.

Percusemble Berlin bað átta tónskáld frá Írlandi, Berlín og Íslandi að skrifa fyrir sig ný verk árið 2007. Hugmyndin var að skapa umhverfi sem gæti endurskilgreint hinn hefðbundna ramma tónleikahalds og að reyna að færa áhorfendum eitthvað nýtt.

Egill Sæbjörnsson vinnur með umhverfið sem tónleikarnir fara fram í og þar að auki með hreyfingar og athafnir tónlistarmannanna. Hinn sjónræni hluti tónleikanna er ekki hugsaður sem undirleikur, heldur er hlutverk hans að mynda sterkan og sjálfstæðan kontrapúnkt við verk höfundanna og skapa þar með nýja möguleika á túlkun.

Á efnisskránni eru verk eftir írska tónskáldið Ed Bennett, Berlínartónskáldin Jeremy Woodruff og Helmut Zapf og íslensku tónskáldin Úlfar Haraldsson, Atla Heimi Sveinsson og Páll Ivan Pálsson. Í verkum Atla Heimis og Helmuts Zapf leikur Freyja Gunnlaugsdóttir einleik á klarínettu, en verk Atla var samið sérstaklega fyrir Freyju.

Percusemble Berlin er alþjóðlega viðurkenndur slagverkshópur sem sérhæfir sig í flutningi nútímatónlistar. Hópurinn, sem samanstendur af Martin Krause, Bernd Vogel, Prof. Sanja Fister og Hjörleifi Jónssyni, var stofnaður árið 1997 og hefur verið áberandi í tónlistarlífi Berlínarbúa allt frá upphafi. Percusemble Berlin hefur á síðustu tíu árum byggt upp viðamikla efnisskrá, leikið á tónlistarhátíðum um allt Þýskaland (Expo 2000, Musika Viva, Unerhörte Musik, Intersonanzen, Musikbiennale o.s.frv), leikið með hljómsveitum á borð við SWR Orchester í Kaiserslautern og unnið með tónskáldum á borð við Karlheinz Stockhausen, Henrik Strindberg, Georg Katzer og Helmut Öhring, svo að fáir einir séu nefndir. Frekari upplýsingar um Percusemble Berlin er að finna á síðunni www.percusemble.de.

Hestbak á Raflosti 2. Maí

Written by Páll Ivan Pálsson
þriðjudagur, 29 apríl 2008

20:00 – 22:30 Stórtónleikar RAFLOSTS – Möguleikhúsið við Hlemm

Fram koma m.a. hljómsveitirnar Hestbak, Netsky og RAFLOSTI (hljómsveit nemenda á skynjaranámskeiði). Flutt verður tón- og myndlist eftir Áka Ásgeirsson, Harald Karlsson, Hilmar Þórðarson, Jóel Pálsson, Matthías Hemstock, Monika, Pál Ivan Pálsson, Ríkharð H. Friðriksson og Teijo Pellinen.

500 kr aðgangseyrir. Ókeypis fyrir nemendur, kennara, börn og ellilífeyrisþega.

http://raflost.is/

Spáleikar

Written by Áki Ásgeirsson
mánudagur, 31 mars 2008

SPÁLEIKAR

Miðvikudagskvöld 2. apríl 2008 kl. 20:30 á Kaffi Hljómalind.

Alejandro Castaños
Áki Ásgeirsson
Egill Sæbjörnsson
Goddur
og
Magnús Jensson

lesa tónlist úr kaffibollum áheyrenda.

Ókeypis aðgangur